15.7.19

Laugavegurinn 2019 - 2. sæti á 4:44:39 klst

Skrítin tilfinning að vera mættur aftur á ráslínu í Laugaveginum. Mér fannst smá pressa vera á mér þar sem Tobbi var búinn að hlaupa frá Þórsmörk eitt stykki öfugan Laugaveg áður en hlaupið sjálft byrjaði. Ég búinn að vera valinn í landsliðið og með þannig pressu á að maður þarf að skila sæmilega góðu hlaupi bara útaf því. Þá var Hlynur einnig í svakalegu formi og einnig aðrir öflugir eins og Birgir Már og Snorri Björns sem mér datt í hug að gætu verið öflugir ásamt Gunnari Atla. Planið var samt alltaf að hlaupa mitt eigið hlaup og ekki láta Tobba eða einhverja útlendinga ráða hraðanum. Ég vissi ekki alveg hvernig ég væri stemmdur enda var stóra markmiðið HM í Portúgal fyrir 5 vikum og æfingar í millitíðinni ekki verið góðar. Setti samt upp smá plan en meira sem viðmið þegar ég fór í gegnum drykkjastöðvar en ekki eitthvað sem ég var að fylgjast með á milli stöðva. Planið var 1:00 klst upp í Hrafntinnusker - 0:55 (1:55) klst í Álftavatn - 1:17 (3:12) klst í Emstrur og svo 1:25 (4:37) í Þórsmörk. Þetta var meira drauma markmið en eitthvað fast og því var ég mjög rólegur að ná þessum tíma.

Landmannalaugar - Hrafntinnusker
Allir líklegir voru mættir í startið og fljótlega var hlaupið ræst og allir æddu af stað. Ég var orðinn fremstur eftir 20 m og var var því fyrstur upp hraunkantinn og þá var Tobbi strax kominn upp að mér. Við rúlluðum að Brennisteinsöldu og þar kom USA maðurinn framúr og fljótlega Suður Kóreu gaurinn líka, eftir smá stund var svo Hlynur kominn upp að mér. Rúlluðum brekkurnar vel en líklega aðeins og ákafir því ég var ca. 5 slögum of hár í brekknum en náði mér aðeins á flötu köflunum. Tobbi og USA gaurinn mynduðu fljótt sæmilegt forskot og ekki datt mér í hug að elta þá. Var frekar að vona að Tobbi myndi eitthvað dala eftir því sem leið á hlaupið og hafði svo sem trú á að ná USA gaurnum seinna á söndunum. Náðum Suður Kóreu gaurnum eftir ca. 8 km og skyldum hann strax eftir. Mjög lítill snjór og gekk vel að komast upp í Hrafntinnusker. Mjög fínt að vera með Hlyni á þessum tímapunkti og bara gott spjall okkar á milli. Fórum saman í gegnum Hrafntinnusker á 59:53 klst og ég 155 í púls (aðeins of hátt). Ekkert stopp og hlaupið beint framhjá drykkjarstöðinni. Tók eitt GU gel eftir 45 mín og drekk ca. 500 ml. af vatni.
 
Hrafntinnusker - Álftavatn
Þarna sáum við alltaf í USA og Tobba en vorum ekkert að pressa, náði púlsinum strax í miklu betra lag og fannst mjög þægilegt að hlaupa þennan legg. Lítill snjór í kringum Hrafntinnusker en aftur á móti flest gil tóm en það telur lítið miðað við að losna við mesta snjóinn. Áfram þægilegt spjall hjá okkur Hlyn og við greinilega mjög svipað strekir eins og ég átti von á fyrir hlaup. Eitt fallegasta útsýni landsins áður en vð fórum niður Jökultungurnar. Fórum sæmilega varlega niður Jökultungurnar og byrjuðum að rúlla vel eftir það að Álftavatni. Þegar Hlynur var fyrir framan mig fannst mér hann pressa aðeins meira en ég vildi en samt allt innan eðlilegra marka. Vorum sömuleiðis samferða í gegnum Álftavatn á tímanum 1:57:22 klst (57:52 klst) og þarna var púlsinn kominn í miklu betra stand eða meðalpúls uppá 147. Leið þarna mjög vel og var smá dónalegur við eina konu sem var að rífa miðann af númerinu mínu og var eitthvað lengi að því (bið hana hér með afsökunar). Tók tvö gel á þessum legg, eitt eftir 1:15 klst og annað eftir 1:45 klst og kláraði næstum því GU drykkinn sem ég var líka með í 500 ml flösku í Camelbak vestinu mínu. Fyllti vatn á einn búsa og Powerade í annan brúsa og rauk af stað með Hlyni. 

Álftavatn - Emstur
Við Hlynur héldum áfram saman útaf drykkjarstöðinni en svo yfir fyrsta hálsinn eftir Álftavatn fann ég að Hlynur var aðeins að dragast aftur úr, brunaði svo yfir Bratthálskvísl og þá var stutt í Hlyn þannig að ég hélt að hann væri ennþá með allt í góðu og ég ákvað samt að halda mínu striki án þess að pressa útaf honum eða heldur að bíða eftir honum. Þegar við komum svo niður í Hvanngil sá ég að það var farið að styttast mikið í USA gaurinn og sömuleiðis komið smá bil á milli míns á Hlyns (kannski 40 m). Þarna datt ég í svakalega gott stand og fór að hlaupa mjög vel án þess að streða, púlsinn í góðum málum og ég að hlaupa mjög vel. Náði svo USA strax eftir Bláfjallakvísl og skyldi hann strax eftir. Þarna og eftir þetta var ég ekkert að spá í hvað væri að gerast fyrir aftan mig og lifði í voninni að ég færi að sjá í Tobba sem ég hélt að myndi kannski gefa eitthvað eftir kominn með þetta marga km í sig. Rúllaði sandana mjög vel og svo áfram frá veginum og í gegnum Útigönguhöfða skarðið. Eftir það fór ég aðeins að vera þreyttur og finna fyrir þreytu í löppunum og komu smá áhyggjur að ég væri að fara fá krampa eins og ég lenti í úti í Portúgal. Hélt samt áfram og gekk vel, reyndi að hugsa bara um næsta km og vera jákvæður. Var alveg farið að lengja eftir að sjá Emstrur en sömuleiðis farinn að þekkja leiðina vel, en var engu að síður mjög gott að sjá Emstru skálann. Fékk mjög óvænt smá tak í hægra hné niður að skálanum en ekkert mjög alvarlegt á þessu pkt. Kom þar í gegn á tímanum 3:15:16 klst (1:17:54) sem var um 3 mín á eftir markmiði mínu og var ég bara mjög sáttur við tímann, púlsinn í mjög góðum málum í 148 slögum. Tók GU gel á 30 mín fresti og tók 3 gel á þessum legg og kláraði næstum báðar flöskurnar mínar. Fyllti aftur vatn og Powerade á flöskurnar, fékk mér smá Mars bita og hljóp strax út. Hitti Kjartan sem sagði að það væri ekkert mjög langt í Tobba.

Emstrur - Þórsmörk
Fór út og gat áfram hlaupið sæmilega en fann að þreytan var farin að segja til sín. Hljóp niður að Fremri Emstruá og þá fann ég aftur fyrir hnénu yfir ánna og svo niður í gilið þar fyrir neðan. Orðinn þreyttur þarna og hálf orkulaus og tók fljótlega gel og drakk vel af Powerade, datt aðeins í betri gír en fann samt að ég var ekki að fara slá nein met á þessum legg. Var mikið að hugsa um hvernig mér leið þegar ég vann Laugaveginn 2013 og hljóp með Guðna og í minningunni var ég svaka hress á þessum stað þó svo að það sé klárlega ekki alveg rétt minning. En þarna var hausaleikfimi, sá aldrei Tobba og heldur ekki neinn fyrir aftan mig, reyndi bara að einbeita mér að hlaupa þegar ég gat og halda áfram að drekka. Einn km í einu nálgaðist maður hægt og rólega endamarkið. Kláraði báða brúsana fljótlega og var orðinn vatnslaus eftir Bjór- og Slyppugil og ennþá alltof langt í Ljósá, sömuleiðis hnéð farið að valda mér vandræðum. Mjög ánægður að koma að Ljósá og fá tvö kókglös og fylla 500 ml af vatni, tók svo gel einhverstaðar á þessum tímapunkti en man ekki alveg hvar. Gott að komast að Kápunni og þá var ég búinn að missa alla von um að ná Tobba. Rosalega vont að hlaupa niður Kápuna með hnéð ekki í góðu standi. En bara gnísta tönnum og halda áfram. Virkilega gott að komast á Þröngá og fá smá kælingu á hnéð og sjá Friðleif hvetja mann áfram. Sömuleiðs orðið mjög stutt eftir þarna, fékk smá Powerade og einn mars bita og fór svo áfram upp moldarslóðann og gekk alveg sæmilega en auðvitað orðinn mjög þreyttur. Þegar ég var svo loksins kominn upp ásinn og ætlaði að fara rúlla í mark fékk ég rosalega magakrampa sem ég hef ekki lent í áður. Þá bara 2 km í mark og leið hræðilega að hlapua niður brekkuna að drepast í maganum og hnéð að öskra á mig. Var betra að komast á jafnsléttu og þá var ég virkilega farinn að hlakka til að sjá fjölskylduna sem ég vissi af í markinu. Tilfinningin að heyra svo í endamarkinu og áhorfendum er alveg ólýsanleg. Rúllaði bara í nokkuð góðu standi í mark og náði að bæta mig þrátt fyrir frekar erfiða síðustu 16 km. Endaði hlaupið á 4:44:39 sem er bæting um ca. 2 mín. Fór síðasta legginn á 1:29:23 klst sem er ca. 3 mín lélegra en 2013 og 2014. Púlsinn var 142 sem er of lár og vísbending um að það vantaði eitthvað aðeins uppá formið eða að ég hafi farið aðeins of hratt í byrjun. Líklega blanda af hvoru tveggja. 

Endaði í öðru sæti á eftir Tobba vélmenni sem kláraði á 4:32 klst. Magnað eintak af manneskju. En uppskeran var allavega 2. sæti og fyrsta sæti í nýja aldursflokknum mínum 40 - 49 ára. Einnig unnuð við Hlynur, Búi Steinn og Þorleifur liðakeppnina. Mjög sáttur við daginn en hnéð var strax eftir keppni mjög slæmt og sömuleiðis maginn sem datt í lag eftir nokkra stund.

Búnaður:
Skór: Nike Terra Kiger 4
Bolur: Inov-8
Stuttbuxur: 2XU
Sokkar: CEP
Vesti: Camelbak Nano með 2x 500ml brúsum
Næring: GU gel, 1 fyrir hlaup og svo fyrsta eftir 45 mín og svo á 30 mín fresti. Endað á að taka 9 gel og var yfirleitt með einn íþróttadrykk (GU/Powerade) á móti einum vatnsbrúsa. 
Úr: Suunto Spartan Run

Þakka H-verslun fyrir Camelbak vestið og Sport 24 Reykjavík fyrir GU næringu. Sömuleiðis fær fjölskyldan óendanlegar þakkir fyrir að koma að styðja mig á marklínu og sömuleiðis að hjálpa með og þola allar æfingarnar.

2.5.19

Vormaraþon FM 2019 - 1 & 2 sætið

Var mættur hjá Rafstöðinni í Elliðaárdal kl. 7:40 á laugardagsmorgun. Fáir hlauparar mættir og stemningin afslöppuð. Spjallaði aðeins við mannskapinn áður en ég hitaði smá upp og fór svo að gera mig til. Veðurspáin var ágæt, átti að vera smá rok úr austri um morguninn og svo lægja eftir því sem leið á daginn, það var samt nokkuð meira rok nærri höfuðborgarsvæðinu og því var maður með varann á. Það var ekki mikill vindur við startið sem plataði mann nokkuð en hafði skoðað veðurstöð við Reykjavíkurflugvöll sem sagði 3 m/s kl 7 og 7,5°C, sem sagt allt í toppmálum.
Ég ákvað að vera í compression stuttbuxum og háum sokkum, í þunnum langermabol og venjulegum bol yfir langerma. Fékk hælsæri af Adidas maraþon skónum mínum á æfingu fyrir mánuði og hafði því ekkert hlaupi í þeim, ákvað því að vera í Nike Pegasus skóm sem mér finnst mjög góðir. Fékk mér 1 GU gel ca. 10 mín fyrir start og var búinn að drekka ca. 500 ml af GU blönduðum orkudrykk.

Var búinn að taka mikið af gæða æfingum á bretti og þegar nær dróg hlaupi þá fannst mér ég ekki alveg vera í formi til að hlaupa á 3:55 pace-i sem er maraþon tími uppá ca. 2:45. Setti því miðið frekar á ca. 4:00 pace sem gefur maraþon tíma undir 2:50. Ætlaði samt ekki að festa mig á neinum hraða heldur frekar vinna eftir púls og tilfinningu svipað og ég gerði 2016. Þessi hlaupaleið er nokkuð berskjölduð fyrir vindi og oft mjög mikill vindur í kringum flugvöllinn og því erfitt að hlaupa á jöfnum hraða. Sigurjón Ernir var með svipaðar pælingar með tíma og ákváðum við að rúlla saman af stað og sjá hvernig þetta myndi þróast.

Við startið (mynd Félag maraþonhlaupara)
0 km - 5 km (Rafstöð-HR)
Um 35 hlaupara voru mættir á startlínuna. Búið var að breyta byrjuninni á hlaupinu aðeins, startið og endamarkið var komið hjá nýju brúnni sunnan við Rafstöðvarhúsið. Fín breyting, maður byrjar 200m frá markinu þannig að km merkingar virka réttar. Við förum svo af stað kl. 8:00, ég og Sigurjón tókum strax forustu, Birgir Már ætlaði undir 3 klst ásamt nokkrum öðrum sprækum hlaupurum sem komu í kjölfarið. Fyrstu km voru frekar auðveldir í meðvindi og ég og Sigurjón vorum smá á spjallinu og fannst mér eðlilegt að hlaupa aðeins hraðar í meðvindi til að eiga fyrir hægari km á bakaleiðinni í mótvindi. Tilfinningin var líka góð og púlsinn í góðum málum. Vissi að ég væri í lagi ef ég myndi halda mér í kringum 150 - 155 í púls. Fengum mér 1 vatnglas við drykkjarstöðina við HR.
km -  tími  - púls
1 km - 3:51 - 152
2 km - 3:56 - 155
3 km - 3:51 - 154
4 km - 3:53 - 153
5 km - 3:56 - 155
Fórum í gegnum 5 km 19:27 (3:53 min/km)

5 km - 10 km (HR-Ægissíða)
Héldum áfram og allt frekar þægilegt, smá spjall og tilfinning áfram mjög góð. Oft furðulega mikill munur á að hlaupa á ca. 150 púls á æfingum og í keppnum. Eitthvað sem maður telur vera erfið æfing á 150 í púls finnst manni þægilegt í keppni þegar maður hefur náð að hvíla smá og í keppnis umhverfi. Maður fann þegar við vorum að kára 7 km og við tókum smá lúppu við Nauthólsvík að það væri nú meiri vindur en við höfðum gert okkur grein fyrir, tilfinning var að það væri logn úti en líklega var það útaf því að við vorum í meðvindi. Héldum svo áfram út fyrir flugvöll og áfram út að Ægissíðu.
km -  tími  - púls
6 km - 4:00 - 153
7 km - 3:56 - 153
8 km - 3:54 - 150
9 km - 3:58 - 150
10 km - 3:58 - 150
Fórum í gegnum 10 km á 39:23 eða 5 km á 19:46 (3:57 min/km)

10 km - 15 km (Ægissíða-snú-Nauthólsvegur)
Fékk mér 1 GU gel fyrir snúningspunktinn og sömuleiðis 1 vatnsglas að drekka. Snérum svo við þegar við vorum komnir á enda Ægissíðu eftir ca. 10,7 km og þá fann maður að mótvindurinn var heldur meiri en maður vildi en héldum ágætlega hraða þrátt fyrir það. Þegar við vorum að nálgast flugvöllinn þá fórum við að skiptast á að leiða í gegnum vindinn sem hjálpaði talsvert en hraðinn datt niður í mesta mótvindinum við flugbrautarendann og var því gott að beygja frá Nauthólsvík í átt að Loftleiðum til að fá frí frá mótvindi.
km -  tími  - púls
11 km - 4:02 - 150
12 km - 3:57 - 154
13 km - 4:02 - 152
14 km - 4:09 - 147
15 km - 4:02 - 152
Fórum í gegnum 15 km á 59:40 eða 5 km á 20:12 (4:02 min/km), hraðinn búinn að detta niður í mótindinum eins og við var búist eins og pace í 13, 14 og 15 km sýna. Vindurinn var 6 m/s og fór upp í 11 m/s í hviðum.

15 km - 20 km (Nauthólsvegur-Fossvogsskóli)
Héldum áfram að rúlla vel og náðum hraðanum aftur upp framhjá HR og að Fossvogi. Fékk mér vatn og powerade á drykkjarstöðinni við HR. Duttum aftur í mótvind þegar við komum framhjá kirkjugarðinum og sömuleiðis var leiðinlega mikill vindur í Fossvogi, en við vorum ekkert að streða of mikið í mótvindinum og rúlluðum þetta bara vel þó svo maður missti aðeins hraðann niður.
km -  tími  - púls
16 km - 4:00 - 153
17 km - 3:57 - 152
18 km - 3:59 - 153
19 km - 4:01 - 153
20 km - 4:03 - 153

20 km - 25 km (Fossvogsskóli-snú-Kirkjugarður)
Hraðinn aukinn að snúningspunk, fékk mér 1 gel fyrir snúningspunkt og smá vatn og powerade. Hraðinn datt þá aðeins niður bæði við snúning og einnig er smá uppímóti upp í Fossvoginn. En þá tóku við mjög fínir 3km að Kirkjugarðinum með meðvind í bakið og rúllað auðveldlega með púls í fínu standi.
km -  tími  - púls
21 km - 3:54 - 152
22 km - 4:04 - 152
23 km - 3:54 - 152
24 km - 3:52 - 151
25 km - 3:53 - 150
Fórum í gegnum 25 km á 1:39:27 eða 5 km á 19:37 ( 3:55 min/km). Gekk mjög vel á þessum hluta.

25 km - 30 km (Kirkjugarður-Skerjafjörður)
Áfram héldum við góðum hraða og sömuleiðis var púlsinn mjög rólegur og því "leyfilegt" að fara aðeins hraðar. Vatn og powerade við HR þó svo maður drekki mikið úr þessum glösum þá telur þetta að fá smá vökva í sig, hægði svo aðeins á mér þar sem Sigurjón fékk sér smá meira að drekka á drykkjarstöðvunum. Þegar við komum aftur að Nauthólsvík þá fann maður að vindurinn var frekar að bæta í frekar en að lægja eins og veðurspáin gaf til kynna fyrst.
km -  tími  - púls
26 km - 3:59 - 151
27 km - 3:55 - 151
28 km - 3:57 - 150
29 km - 3:52 - 149
30 km - 3:56 - 149
Fórum í gegnum 30 km á 1:59:11 eða 5 km á 19:39 (3:55 min/km) síðustu km mjög jafnir.

30 km -35 km ( Skerjafjörður-snú-Nauthólsvík)
Tók annað gel rétt fyrir snúningspunkt, snérum við í ca. 31,7 km og þá fengum við vindinn beint á móti okkur og það tók strax meira á en við héldum samt hraða sæmilega. Voru því rúmlega 3 km af mótvindi, mesti vindurinn var svo við dælustöðina og flugbrautarendann að Nauthólsvík. Strax við snúningspunkt fórum við að mæta öðrum maraþon hlaupurum, þá sá maður að Birgir Már var kominn í 3 sætið og svo Freyr í 4 sætinu. Alltaf gaman að mæta öðrum hlaupurum í keppninni og hvetja og fá hvatningu. Þessa þrjá km tóku við svo aftur samvinnu með að brjóta vindinn.
km -  tími  - púls

31 km - 3:54 - 150
32 km - 4:02 - 149
33 km - 4:01 - 151
34 km - 4:05 - 153
35 km - 4:02 - 151
Fórum í gegnum 35 km á 2:19:20 eða 5 km á 20:04 (4:00 min/km)

Stuttu eftir snúning í ca. 32 km (mynd Geir Ómarsson)

35 km - 40 km (Nauthólsvík-Fossvogur)
Gott að fá frí frá vindum og klára 35-36 km og enginn veggur ennþá, allt mjög jákvætt og þarna datt maður í gærinn og fór að rúlla vel þegar við fórum að mæta öllum í hálfu maraþon-i, mikil hvatning frá öllum sem við vorum að mæta frá Nauthólsvík að HR og að Kirkjugarðinum, þá tók aftur við mótvindur 39 km og 40 km. Tók líka 1 gel fyrir síðustu drykkjarstöðina við HR og fékk mér svo vatn og powerade. Mjög jákvætt að vera bara smá stífur en orkan var mjög góð og því engar áhyggjur að rúlla í mark þegar maður var kominn þetta langt.
km -  tími  - púls
36 km - 4:01 - 152
37 km - 3:56 - 152
38 km - 3:56 - 152
39 km - 4:04 - 151
40 km - 4:01 - 153
Kláruðum 40 km á 2:39:23 og þá sá maður að við værum alltaf að fara undir 2:50 eins og markmiðið var, þó svo að ef eitthvað smávægilegt kæmi uppá. Kláruðum þarna 5 km á 19:58 (3:59 km/klst)

40 km - 42,2 km (Fossvogur-Rafstöð)
Vorum þarna komnir inn í Fossvog og ennþá að rúlla vel, fyrst við vorum þarna ennþá saman þá spyr ég Sigurjón hvort við eigum ekki bara að rúlla saman alla leið. Vorum báðir meira að horfa á þetta sem æfingu frekar en kepnni og erum sömuleiðis að fara keppa saman eftir 6 vikur og því var ekki stemning í því að fara í einhverja dauða keyrslu í lokin. En Þarna var nú meiri mótvindur en maður hefði viljað en líka mjög lítið eftir og því bara gaman að rúlla þarna og hægt að rólega eftir því sem var nær í markið juku við hraðann.
km -  tími  - púls
41 km - 4:01 - 156
42 km - 3:49 - 156
42,2 km - 1:17 - 159
Komum í mark á tímanum 2:48:36 og leiddumst í mark þannig að það færi ekkert á milli mála að við værum saman í 1. og 2. sæti.
Ég og Sigurjón Ernir að koma saman í mark (mynd Simona Vareikaitė)

Sigurjón Ernir og ég í 1. og 2. sæti og svo Birgir Már í 3. sæti (mynd Félag maraþonhlaupara)
Var bara mjög góður eftir að ég kom í mark, þegar maður fór að kólna var maður svo fljótur að fara og skipta um föt. Gaman að vera í marki þegar fólkið fór svo að tínast í mark. Flott hjá Bigga að fara undir 3 klst og vera í 3. sæti. Eftir að hafa komð smá næringu í kroppinn var svo brunað heim og svo á hendboltamót á Selfossi með miðjuna mína.

Búnaður:
Skór: Nike Pegasus 34
Sokkar: CW-X compression sokkar
Buxur: CW-X compression buxur
Peysa: CW-X léttur hlaupa langerma bolur
Bolur: Inov-8 hlaupa bolur

Næring:
5 GU energy gel. 1 fyrir hlaup og svo 4 í hlaupinu.
Drakk á hverri vatnsstöð vatn og orku þar sem það var í boði.

Þakkir:
Félagar maraþonhlaupara fá bestu þakkir fyrir að halda úti þessari hlaupa seríu, frábært að það sé í boði að hlaupa alvöru maraþon bæði að vori og að hausti á Íslandi. Þá var einnig brautarvarsla og merkingar alveg til fyrirmyndar fannst mér og sömuleiðis góðar drykkjastöðvar, ekki hægt að biðja um meir.
Sömuleiðis fær fjölskyldan mín ævinlega þakkir fyrir að þola æfingar í tíma og ótíma.

3.1.19

Bestu erlendu lög ársins 2018

Þá er komið að bestu erlendu lögum ársins 2018. Árið sem ég uppgötvaði Drake en allt annað er mikið bland í poka.


1. Drake - Nice For What
2. The Weeknd, Kendrick Lamar - Pray For Me
3. Young Fathers - In My View
4. Asaf Avidan - The Study On Falling
5. A$AP Rocky - Praise The Lord (Da Shine)
6. John Mayer - New Light
7. Vance Joy - Lay It On Me
8. Kendrick Lamar, SZA - All The Stars
9. Cardi B - I Like It
10. Lady Gaga, Bradley Cooper - Shallow (A Star Is Born)
11. Nathaniel Rateliff & The Night Sweats - You Worry Me
12. Hozier - Nina Cried Power - edit (featuring Mavis Staples)
13. Tom Odell - Half As Good As You (feat. Alice Merton)
14. Post Malone - Better Now
15. Ramz - Barking
16. Dynoro - In My Mind
17. Calvin Harris - One Kiss (with Dua Lipa)
18. MØ - Sun In Our Eyes (Don Diablo Remix)
19. Villagers - A Trick of the Light
20. MGMT - Little Dark Age
21. Lord Huron - When the Night is Over
22. Big Red Machine - I Won't Run From It
23. St. Paul & The Broken Bones - Apollo
24. The Tallest Man On Earth - An Ocean
25. Santigold - Run the Road
26. Kanye West - All Mine
27. First Aid Kit - Fireworks
28. Arctic Monkeys - Four out of Five
29. Eminem - Lucky You (Feat. Joyner Lucas)
30. Childish Gambino - This Is America
31. Leon Bridges - Beyond
32. Blossoms - I Can't Stand It
33. Frank Ocean - Moon River
34. Lily Allen - Trigger Bang (feat. Giggs)
35. Maroon 5 - Girls Like You (feat. Cardi B)
36. Sia - Helium
37. SZA x Calvin Harris - The Weekend (Funk Wav Remix)
38. Calpurnia - Blame
39. Interpol - The Rover
40. James Bay - Wild Love
41. Alice Merton - Lash Out
42. The Revivalists - All My Friends
43. Kylie Minogue - Dancing
44. Okkervil River - Pulled Up The Ribbon
45. Mumford & Sons - Guiding Light
46. Lykke Li - Time In A Bottle
47. The Ting Tings - Blacklight
48. Sade - Flower of the Universe
49. Gorillaz - Tranz
50. Her's - Under Wraps
51. Maverick Sabre - Drifting
52. Death Cab for Cutie - Gold Rush
53. Kygo - Remind Me to Forget
54. Cheat Codes - Only You (with Little Mix)
55. Rubblebucket - Fruity
56. Belle & Sebastian - The Same Star
57. Beach House - Lemon Glow
58. Lana Del Rey - Mariners Apartment Complex
59. Shannon Shaw - Broke My Own
60. Elle King - Shame
61. Jack White - Connected By Love
62. Paul McCartney - Fuh You
63. Passenger - Runaway
64. Florence + The Machine - Hunger
65. Still Woozy - Goodie Bag
66. Dan Auerbach - Up on a Mountain of Love
67. Robyn - Missing U
68. The Vaccines - I Can't Quit
69. Muse - Thought Contagion
70. The Smashing Pumpkins - Silvery Sometimes (Ghosts)
71. Snow Patrol - What If This Is All The Love You Ever Get
72. Justin Timberlake - Say Something (feat. Chris Stapleton)

2.1.19

Bestu íslensku lög ársins 2018

Með hverju nýju ári fylgja allir árslistarnir frá gamla árinu. Ég ætla að halda í gamlar hefðir og gefa út minn topplista yfir tónlist á árinu. Byrjum á þeim íslenska.
Hef haft fyrir reglu að vera aðeins með eitt lag með hverjum listamanni og held því áfram. Fyrir neðan listann er svo Spotify playlistinn.

Bestu íslensku lög ársins 2018

1. Aron Can - Aldrei Heim
2. Herra Hnetusmjör - Upp Til Hópa
3. Huginn - Veist af mér (Live)
4. Birnir - Út í geim
5. Logi Pedro - Dúfan mín
6. Teitur Magnússon ásamt dj. flugvél og geimskip - Lífsspeki
7. JóiPé - 04:51
8. Auður - HEIMSKUR OG BREYSKUR (feat. Birnir)
9. Valdimar - Blokkin
10. Unnsteinn - Hjarta
11. Ásgeir Trausti - Myndir
12. GDRN - Hvað ef (feat. Auður)
13. Arnór Dan - Stone By Stone
14. Axel Flovent - Years
15. Hjálmar - Hættur að anda
16. Arnar Úlfur - Bronco
17. Prins Póló - Líf ertu að grínast
18. Árný - Nowhere Id Rather Be
19. Vök - Autopilot
20. Amabadama - Gróðurhúsið
21. Moses Hightower - Ellismellur
22. Emmsjé Gauti - Steinstjarna, Pt. 2
23. Sturla Atlas - No Tomorrow (feat. Logi Pedro)
24. Floni - OMG
25. ClubDub - Clubbed Up
26. BRÍET - In Too Deep
27. Friðrik Dór - Hata að hafa þig ekki hér (feat. Bríet)
28. Dream Wife - Somebody
29. Haukur Heiðar - Draumaland
30. Júníus Meyvant - High Alert
31. Jón Jónsson - Lost
32. Elín Sif - Make You Feel Better
33. KARiTAS - All The Things You Said
34. RAVEN - Sweet Lovin'
35. Between Mountains - Into the Dark
36. Hildur Vala - Geimvísindi
37. Jónas Sig - Dansiði
38. Baggalútur - Sorrí með mig
39. 200.000 naglbítar - Og ég man
40. Gísli Pálmi - Frosin
41. Warmland - Nicest
42. BLISSFUL - Find A Way
43. Heimilistónar - Kúst og fæjó
44. GusGus - Fireworks

4.1.18

Plötur ársins 2017

Frábært tónlistarár 2017 lokið og hérna koma mínar topp plötur ársins. Frábært íslenskt tónlistarár og ekki var það erlenda verra.


1. Úlfur Úlfur - Hefnið okkar
2. JóiPé, Króli - GerviGlingur
3. Mammút - Kinder Versions
4. Ásgeir - Afterglow
5. Sturla Atlas - 101 Nights
6. Moses Hightower - Fjallaloft
7. HAM - Söngvar um helvíti mannanna
8. Kiriyama Family - Waiting for...
9. Aron Can - Ínótt
10. Biggi Hilmars - Dark Horse

Aðrar góðar:
Auður - Alone, Herra Hnetusmjör - KBE kynnir: KÓPBOI, Asa - Paradise of Love, Sóley - Endless Summer, Nýdönsk - Á plánetunni Jörð


1. The National - Sleep Well Beast
2. Arcade Fire - Everything Now
3. The War On Drugs - A Deeper Understanding
4. Wolf Parade - Cry Cry Cry
5. Lorde - Melodrama
6. Dan Auerbach - Waiting On a Song
7. Stormzy - Gang Sign & Prayer
8. Cold War Kids - La Divine
9. Royal Blood - How Did We Get So Dark?
10. The xx - I See You

Aðrar góðar:
K.Flay - Every Where Is Some Where, Ed Sheeran - ÷, Kasabian - For Crying Out Loud, Spoon - Hot Thoughts, Milky Change - Blossom

3.1.18

Árslistinn 2017

Nú eru komin 10 ár síðan ég tók saman fyrsta tónlistar árslistann minn. Finnst þetta vera skemmtileg hefð sem vonandi einhverjir aðrir en ég hafa gaman af.
Búinn að hlusta mikið á tónlist á árinu, fyrst þegar ég var að teikna Dalaþingið og svo seinna þegar ég var að vinna í húsinu, Rás 2 og Xið voru í aðalhlutverki og svo datt Bylgjan inn stundum. Auðvitað hlusta ég einnig mikið í vinnunni.

Hef fylgt þeirri reglu að lagið hafi komið út á árinu og aðeins eitt lag með hverjum höfundi fer á listann, þó svo að mörg lög með sama höfundi hafa verið vinsæl hjá mér. Stundum smá svindl ef plata hefur komið út árinu áður en lagið verður "smáskífa" þá dettur það stundum á listann.


Öll umræðan um að netið myndi drepa tónlist er ekki alveg að ganga eftir því ég hef aldrei haft svona mörg lög á lista. Oft hef ég stoppað í einhverri klassískri tölu en leyfði bara öllu dótinu að fyljga með núna.73 íslenskir flytjendur og 76 erlendir, hef oft verið í stökustu vandræðum að berja saman 25 lista yfir íslensk lög.

Spotify playlisti er þarna fyrir neðan sem hægt er að fylgja.

Bestu íslensku lög ársins 2017




1. Joey Christ - Joey Cypher (feat. Herra Hnetusmjór, Birnir & Aron Can)
2. JóiPé x KRÓLI - B.O.B.A
3. Úlfur Úlfur - Engar hendur
4. Mammút - The Moon Will Never Turn On Me
5. Aron Can - Ínótt
6. Birnir - Já ég veit (feat. Herra Hnetusmjör)
7. Ásgeir Trausti - I Know You Know
8. Sóley - Never Cry Moon
9. Chase, JóiPé - Ég vil það
10. HAM - Þú lýgur
11. Sin Fang, Sóley & Örvar Smárason - Random Haiku Generator
12. Sturla Atlas - One Life
13. Kiriyama Family - About You
14. ASA - Always
15. Cell7 - City Lights
16. Moses Hightower - 02 - Fjallaloft
17. Bjartmar Guðlaugsson - Þegar þú sefur
18. Daði Freyr Pétursson - Hvað með það
19. Auður - I'd Love
20. Friðrik Dór - Hringd'í mig
21. Herra hnetusmjör - Spurðu um mig
22. Icy G - (Hugo ft. $LEAZY)
23. Trausti~ - Elska það
24. Nýdönsk - Á plánetunni Jörð
25. Júníus Meyvant - Mr. Minister Great
26. Hildur - Would You Change
27. Biggi Hilmars - Dark Horse
28. Vök - BTO
29. Védís Hervör - Blow my mind
30. Steinar - Simple Life
31. Sigurður Guðmundsson og Memfismafían - Orðin mín
32. Svala - Paper
33. Snorri Helgason - Eyvi
34. Teitur Magnússon - Hringaná
35. Shakes - Tonight
36. Axel Flóvent - City Dream
37. GKR - UPP
38. Ólafur Arnalds - Take My Leave Of You ft. Arnór Dan
39. Dísa - Reflections
40. HATARI — X
41. Hjálmar - Græðgin
42. Soffía Björk - Grateful
43. JFDR - Airborne
44. AFK - Black
45. Birgir - Can You Feel It
46. Amabadama - Gangá eftir þér
47. Baggalútur - Grenja (ásamt Sölku Sól)
48. Karl Orgeltríó og Raggi Bjarna ásamt Sölku Sól - I've Seen It All
49. FM Belfast - All My Power
50. DIMMA - Villimey
51. LEGEND - Captive
52. Kíruma  How Did We Get Here
53. Sólstafir - Ísafold
54. 200.000 naglbítar - Allt í heimi hér
55. Bubbi Morthens - Sól Bros þín
56. Jón Jónsson - Þegar ég sá þig fyrst
57. Young Karin - Peakin' ft. Logi Pedro
58. Emmsjé Gauti - Hógvær
59. Landaboi$ - Matrix
60. Högni - Moon Pitcher
61. Sycamore Tree - Bright New Day
62. Jón Ólafsson - Ég græt það
63. Páll Óskar - Ég elska þig til baka
64. GANGLY - Whole Again
65. Starbright  - Starbright
66. One Week Wonder - Angel Eyes
67. Birth Ctrl - Forgery
68. Ragnar - Aldrei Nóg
69. Rythmatik - Good Health (Demo)
70. Una Stef - Like Home
71. Reykjavíkurdætur - Kalla Mig Hvað prodBNGRBOY
72. XXX Rottweiler Hundar - KIM JONG-UN
73. Alexander Jarl - Hvort Annað




 Bestu erlendu lög ársins 2017




1. The National - Guilty Party
2. Wolf Parade - You're Dreaming
3. Arcade Fire - Everything Now
4. The War On Drugs - Holding On
5. CocoRosie - Smoke 'em Out (feat. ANOHNI)
6. Milky Chance - Ego
7. Stormzy - Big For Your Boots.m4a
8. Future - Mask Off
9. Dan Auerbach - Shine On Me
10. Lord Huron - The Night We Met
11. Young Fathers - Only God Knows (feat. Leith Congregational Choir)
12. Lorde - Green Light
13. Lana Del Rey - Lust For Life
14. Blossoms - Charlemagne
15. Migos - Bad and Boujee (feat. Lil Uzi Vert)
16. K.Flay - Blood In The Cut
17. The Killers - The Man
18. Soft Hair - Lying Has To Stop
19. Harry Styles - Two Ghosts
20. Rag'n'Bone Man - As You Ar
21. Portugal. The Man - Feel It Still
22. Sam Smith - Too Good At Goodbyes
23. Calvin Harris feat. Pharrell Williams, Katy Perry & Big Sean - Feels
24. Luis Fonsi & Daddy Yankee ft. Justin Bieber - Despacito (Remix)
25. Conor Oberst - Till St. Dymphna Kicks Us Out
26. Baron Bane - How Does It Feel To Let Go
27. Circa Waves - Wake Up
28. Queens Of The Stone Age - The Way You Used to Do
29. Rihanna - Love On The Brain
30. Ed Sheeran - Shape Of You
31. The Chainsmokers & Coldplay - Something Just Like This
32. Cold War Kids - Love Is Mystical
33. Kasabian - You're In Love With A Psycho
34. Spoon - Hot Thoughts
35. The xx - A Violent Noise
36. Zayn and Taylor Swift - I Don't Wanna Live Forever
37. Ryan Gosling, Emma Stone - City Of Stars
38. Imagine Dragons - Thunder
39. Miley Cyrus - Malibu
40. Sigrid - Don't Kill My Vibe
41. Nothing But Thieves - Sorry
42. Wolf Alice - Beautifully Unconventional
43. Radiohead - I Promise
44. First Aid Kit - You are the Problem Here
45. Grizzly Bear - Mourning Sound
46. Alice Merton - No Roots
47. Future Islands - Ran
48. JD McPherson - Lucky Penny
49. Iron & Wine - Call It Dreaming
50. Salvador Sobral (Portugal) - Amar Pelos Dois
51. Beck - Dear Life
52. Weezer - Feels Like Summer
53. Foo Fighters - The Sky Is A Neighborhood
54. Frank Ocean - Chanel
55. Kendrick Lamar - Humble.
56. Blanche (Belgium) - City Lights
57. Fleet Foxes - Fool's Errand
58. Greta Van Fleet - Highway Tune
59. The Amazons - Black Magic
60. George Ezra - Don't Matter Now
61. Father John Misty - Ballad of the Dying Man
62. The Shins - Half a Million
63. Gorillaz - We Got the Power (feat. Jehnny Beth)
64. Bonobo - No Reason
65. P!nk - What About Us
66. Francesco Gabbani (Italy) - Occidentali's Karma
67. Robin Bengtsson (Sweden) - I Can't Go On
68. JOWST (Norway) - Grab the Moment
69. ZAYN - Dusk Till Dawn (feat. Sia)
70. Jamiroquai - Superfresh (Official Video)
71. Maroon 5 - Cold (Audio) ft. Future
72. Justin Bieber & BloodPop® - Friends
73. Camila Cabello - Havana (feat. Young Thug)
74. Dua Lipa - New Rules
75. The Script - Rain
76. Charlie Puth - How Long



20.1.17

Plötur ársins 2016

Hérna er smá samantekt yfir bestu plötur ársins 2016. Nokkuð erfitt að velja bestu plötuna því þrjár efstu voru allar með mikið af "gömlum" lögum inná.

Bestu íslensku plötur ársins 2016
1. Kaleo - A/B
2. Júníus Meyvant - Floating Harmonies
3. Emmsjé Gauti - Vagg & Velta
4. Mugison - Enjoy!
5. Emmsjé Gauti - Sautjándi nóvember
6. Aron Can - Þekkir stráginn
7. GKR - GKR EP
8. Sturla Atlas - Season2 (Mixtape)
9. Skálmöld - Vögguvísur Yggdrasils
10.  Pascal Pinon

Retro Stefson hætti í lok árs sem er mikill missir og gáfu út stutta EP plötu sem ég áttaði mig ekki á fyrr en á nýju ári.



Bestu erlendu plötur ársins 2016
 1. The Last Shadow Puppets - Everything You've Come to Expect
2. Sia - This Is Acting
3. Santigold - 99 Cents
4. Kanye West - The Life of Pablo
5. Michael Kiwanuka - Love & Hate
6. Wolf Parade - EP 4
7. Conor Oberst - Ruminations
8. Kings of Leon - Walls
9. Tom Odell - Wrong Crowd
10. Weezer - Weezer (White Album)

29.12.16

Árslistinn 2016

Eins og undanfarin ár set ég saman árslista með bestu tónlist ársins að mínu mati. Hef gert þetta frá að ég held árinu 2006. Finnst bæði gaman að taka þetta saman og sömuleiðis að eiga þetta seinna meir. Fylgi þeirri reglu að lagið hafi komið út á árinu og aðeins eitt lag með hverjum höfundi fer á listann.
Vonandi hafa einhverjir gaman af þessu og finni eitthvað við sitt hæfi. Læt fylgja með playlista í Spotify sem fólk getur "follow-að".

Bestu íslensku lög ársins 2016


 1. Valdimar - Slétt og fellt
2. Úlfur Úlfur - Ofurmenni
3. Emmsjé Gauti - Silfurskotta (feat. Aron Can)
4. Mugison - I'm A Wolf
5. Retro Stefson - Skin
6. Kaleo - Save Yourself
7. Júníus Meyvant - Neon Experience
8. Ólafur Arnalds - Particles (feat. Nanna Bryndís Hilmarsdóttir)
9. Sturla Atlas - Talk
10. Herra Hnetusmjör - 203 stjórinn
11. Friðrik Dór - Fröken Reykjavík
12. Ljúfur Ljúfur - A-A-A
13. Skálmöld - Niðavellir
14. AmabAdamA - Ai Ai Ai
15. Aron Can - Lítur vel út
16. Hjálmar & Mr. Silla - Er hann birtist
17. Mani Orrason - Wake Me Up
18. Pascal Pinon - 53
19. Prinspóló - Sandalar
20. GKR - Meira
21. Hildur - Would You Change_
22. Glowie - No Lie
23. Vök - Waiting
24. Samaris - Wanted 2 Say
25. Páll Óskar - Þá mætir þú til mín
26. Moses Hightower - Trúnó
27. SXSXSX - Up Down (feat. Milkywhale)
28. Snorri Helgason - Einsemd
29. Starwalker - Blue Hawaii

 
 Bestu erlendu lög ársins 2016


1. The Last Shadow Puppets - Aviation
2. Kanye West - FML (feat. The Weeknd)
3. Elliphant - Where Is Home (feat. Twin Shadow)
4. Michael Kiwanuka - One More Night
5. Wolf Parade - Automatic
6. Santigold - Who Be Lovin Me (feat.  Ilovemakonnen)
7. Rae Sremmurd - Black Beatles ft. Gucci Mane
8. Sia - The Greatest
9. Conor Oberst - Next of Kin
10. The Tallest Man On Earth - Rivers
11. Kings of Leon - Eyes On You
12. The Strokes - Oblivius
13. Tom Odell - Here I Am
14. Twenty One Pilots - Heathens
15. Beck - Wow
16. The Weeknd - Starboy (feat. Daft Punk)
17. Frank Ocean - 02 - Ivy
18. The xx - On Hold
19. Edward Sharpe & the Magnetic Zeros - No Love Like Yours
20. David Bowie - Lazarus
21. Jack Garratt - Worry
22. Beyoncé - Sorry
23. Red Hot Chili Peppers - Sick Love
24. The Lumineers - Ophelia
25. Rag'n'Bone Man - Human
26. Royal Blood - Where Are you Now
27. M83 - Do It, Try It
28. Bloc Party - The Love Within
29. Yeasayer - I Am Chemisitry
30. Weezer - King of the World
31. The Strumbellas - Spirits
32. Bon Iver - 29 #Strafford Apts
33. Band of Horses - Even Still
34. Coldcut - Only Heaven (feat. Roots Manuva)
35. James Blake - I Need A Forest Fire (feat. Bon Iver)
36. Justin Timberlake - CAN'T STOP THE FEELING!
37. Miike Snow - Genghis Khan
38. Chance The Rapper - All Night (feat. Knox Fortune)
39. Radiohead - Burn The Witch
40. Lil Wayne - Sucker For Pain (with Logic, Ty Dolla $ign & X Ambassadors)
41. G-Eazy - Me, Myself & I (feat. Bebe Rexha)
42. Bruno Mars - 24K Magic [Official Video]
43. Die Antwoord - Gucci Coochie (feat. Dita Von Teese)
44. Drake - One Dance (feat. Wizkid & Kyla)
45. Rihanna - Work (feat. Drake)
46. ANOHNI - Drone Bomb Me

23.4.16

Vormaraþonið FM - 1. sæti á 2:45:40

Vaknaði kl. 5:45 og fékk mér minn hefðbundna morgunmat. Harfragrautur, með chia, döðlum, bláberjum og banana. Vatn og smá GU drykkur.


Var mættur niður við Stokkinn um 30 mín fyrir hlaup. Rok og rigning lýsa aðstæðum þennan morguninn best eins og veðurspáin var búin að gera ráð fyrir, en það er alltaf erfiðara að mæta og staðinn og upplifa veðrið. Ætlaði upphaflega að vera í stuttbuxum og háum sokkum en eftir upphitun (í auka fötum) þá skipti ég úr stuttbuxum í CWX hlaupa buxurnar mínar, þar sem ég var með áhyggjur af kuldanum og þá sérstaklega í mótvindi út á nes.  Var svo í þunnum CWX langermabol og einum bol yfir það og með buff. Tók stutta upphitun en náði aðeins að koma púlsinum af stað og smá liðleika í lappirnar. Eins og oft áður þá fannst manni lítið að þessu veðri þegar maður var komin út og búinn að hita upp.

Brautin er sett upp þannig að hún byrjar við Rafveituhúsið í Elliðaárdal og svo fer maður eins og leið liggur í gegnum Fossvoginn alveg útá Ægissíðu með lúppu frá HR að Loftleiðum og svo veginn tilbaka niður að Nauthól. Úti á Ægissíðu er svo snúningspunktur og þaðan er svo hlaupin sama leið tilbaka. Þessi "hringur" er svo farinn tvisvar í heilu maraþoni og einu sinni í hálfu maraþoni.

Maraþon hlauparar leggja af stað við Rafveituhúsið
Um 20 hlauparar voru mættir á start línuna þennan morguninn. Spáin var búin að gera ráð fyrir um 7-10 m/s úr vestri og rigningu á köflum. Það var því mótvindur Fossvoginn og út á Ægissíðu og svo meðvindur tilbaka. Það er mjög erfitt að hlaupa á jöfnum hraða við þessar aðstæður og því ákvað ég að ekki vera spá of mikið í hraðann heldur að reyna að einbeita mér að því að vera með púslinn í lagi og reyna að láta mér líða vel í brautinni. Búinn að reyna að taka æfingar á einhverjum jöfnum ákveðnum hraða í miklum vindi og er það mjög erfitt.

0 km  - 5 km (Stokkur-HR)
Talið niður og hópurinn lagði svo af stað á slaginu 8. Gekk fínt að rúlla í byrjun út að Víkingsheimilinu en þá fór púlsinn eitthvað af stað, brautin aðeins  upp á við og svo mótvindur og hægði því á mér reyndi svo að rúlla þetta sæmilega áfram. Leið vel og var að passa að halda púlsinum niðri. Tók 1 vatnsglas hjá HR og reyndi að drekka aðeins. 
 1 km split og púls voru:
3:50 - 155
4:04 - 160
3:57 - 158
3:55 - 157
4:00 - 158
Kláraði fyrstu 5 km á 19:46

 5 km - 10 km (HR - Ægissíða)
Hélt áfram að rúlla sæmilega og púlsinn hélst niðri, ef ég fór yfir160 í púsl þá fannst mér ég vera að erfiða of mikið og var því kannski meira að hlaupa eftir tilfinningu. Var sæmilegur mótvindur í skóginum fyrir ofan HR en svo fékk maður meðvind niður í áttina að Nauthólsvík, fínt að breyta aðeins um takt og hlaupa hraðar og fá smá hvíld frá mótvindi. Eftir það voru svo erfiðir rúmir 3 km að snúningspunkti úti á Ægissíðu. Líðan góð þrátt fyrir mótvind og rigningu.
3:57    157
3:49    155
3:51    156
4:01    158
3:59    158
Kláraði næstu 5 km á 19:37 og 10 km á 39:23

10 km - 15 km (Ægissíða - Loftleiðir)
Snúningspunkturinn var svo í tæplega 11 km, tók eitt gel rétt áður en ég kom að snúningspunktinum og greip tvö glas og reyndi að koma niður smá vökva. Eftir þetta kom meðvindur og maður rúllaði vel af stað, þá fór hraðinn úr tæplega 4 mín pace niður í 3:50, fann mig mjög vel á þessum kafla en vildi samt ekki fara of hratt því það var svo mikið eftir af hlaupinu. Þarna byrjaði maður að mæta öðrum maraþon hlaupurum sem var gaman og ekki eins einmannalegt. Ég var með forustu um að giska 500m - 700m á næsta mann. Kom svo mótvindur frá Nauthólsvík að Loftleiðum.
3:58    157
3:48    156
3:50    153
3:53    152
3:57    156
5 km á 19:26 og 15 km á 58:49

15 km - 20 km (Loftleiðir - Víkinsheimilið)
Auðvelt að rúlla þennan kafla allan í meðvindi og púlsinn mjög lár á þessum tíma. Var samt farinn að stífna í kálfum. Var að rúlla á 3:53-3:55 og púls aðeins 151-155 slög. Eftir á hefði maður hugsanlega geta nýtt sér meðvindinn eitthvað betur á þessum kafla en þarna fann ég aðeins fyrir kálfum og sömuleiðis nóg eftir. Reyndi að drekka á vatnsstöðinni við HR.
3:55    155
3:53    151
3:55    154
3:53    154
3:53    153
5 km á 19:29 og 20 km á 1:18:18

20 km - 25 km (Víkinsheimilið - Stokkur - Kirkjugarður)
Fór í gegnum hálft maraþon á tímanum 1:23:00 og leið bara mjög vel. Fékk mér 1 gel áður en ég kom að snúningspunktinum og greip svo tvö glös að drekka og reyndi að koma einhverjum vökva niður. Guðni fylgdi mér svo ca. 1 km að Víkinsheimilinu í sinni upphitun. Hann var allan tímann fyrir aftan mig og ég passaði mig á að láta hann alls ekki taka vind eða hjálpa til á neinn hátt. Var ennþá með góða orku og rúllaði þennan kafla bara mjög vel, gaman að mæta aftur maraþonhlaupurunum í Fossvoginum.
3:48    153
3:56    155
3:56    157
3:54    157
3:55    154
5 km á 19:29 og 25 km á 1:37:47

25 km - 30 km (Kirkjugaður - Skerjafjörður)
Mótvindur áfram og leið vel. Fékk mér vökva við HR. Rúllaði vel frá Loftleiðum og út fyrir endabraut en þá tók mótvindurinn aftur í. Orkan fín og lappirnar góðar þrátt fyrir stífa kálfa.
4:06    156
4:01    154
3:55    152
3:52    153
4:07    155
5 km á 20:01 og 30 km á 1:57:48

30 km - 35 km (Ægissíða - Nauthólsvík)
Fann fyrir þreytu í mótvindinum úti á nesi og tók fljótt gel til að reyna að ná orkunni upp, fannst það nauðsynlegt þrátt fyrir að fá ekki að drekka strax eins og er best. Var samt áfram rólegur og ekkert að streða of mikið í mótvindinum. Gott að snúa svo við og vera á leiðinni tilbaka. Bæði andlega og svo einnig í meðvindi. Fékk mér sömuleiðs að drekka á vatnsstöðinni. Sá að ég var kominn með góða forustu á 2 sætið og þyrfti líklega ekki að hafa áhyggjur að hann myndi ná mér, nema ef eitthvað kæmi uppá. Gaman að mæta aftur öllum maraþon hlaupurunum.
4:06    154
4:04    154
3:50    153
3:51    154
3:52    153
5 km á 19:43 og 35 km  á 2:17:31

35 km - 40 km (Nauthólsvík - Fossvogur)
Búinn með 39 km að koma inn í Fossvoginn
Stutt eftir, um 3 km eftir
 Fékk svo aftur mótvind frá Nauthólsvík að Loftleiðum en þarna var minna eftir og maður þorði meira að reyna að sig, var farið að styttast í þetta og gekk bara mjög vel á þessum kafla. Mætti svo fyrstu hálfmaraþon hlaupurunum fljótlega og restinni sem var mjög gaman. Datt svo aðeins niður hraðinn og orkustigið frá Kirkjugarðinum inn í Fossvoginn  en náði svo aftur að koma mér af stað því það var stutt eftir.
3:55    158
3:53    157
3:55    154
3:59    153
3:52    156
5 km á 19:34 og 40 km á 2:37:05

40 km - 42,2 km (Fossvogur - Stokkur)
Mjög stutt eftir, meðvindur og aðeins niður á við og því gekk þessi kafli mjög vel en auðvitað var maðurinn farinn að erfiða aðeins. Lappirnar voru ótrúlega góðar og fannst ég ráða vel við hraðann. Skipti þarna í fyrsta skipti yfir á heildar tímann og sá að ég gæti fræðilega bætt PB mitt frá því í Berlín í haust. Áttaði mig ekki alveg á hvað langt væri eftir en að það yrði líklega erfitt. Gaf samt vel í en áttaði mig svo á því þegar ég kom inn í Elliðaárdal að þetta væri líklega ekki að nást (þeas að bæta PB tímann minn). Var samt ótrúlega ánægður á hvaða tíma ég væri að klára á miðað við að væntingar fyrir hlaup voru ekki miklar. Gaman sömuleiðis að vita að Anna væri í markinu með strákana. Óttar og Kári komu svo hlaupandi með mér í lokin og var það mjög gaman. Kom svo í mark á tímanum 2:45:40 og í fyrsta sæti.
3:53    157
3:35    159
1:07    163
2,2 km á 8:36 og 42,2 km á 2:45:40

Nýkominn í mark
 Var ótrúlega góður eftir að ég kom í mark. Tók því rólega og reyndi að koma einhverri næringu í mig. Svo var maður lengi að spjalla við aðra hlaupara og bíða eftir verðlaunaafhendingu.  Ólafur Austmann Þorbjörnsson lenti í öðru sæti og náði undir 3 klst og svo var Daníel Reynisson í 3 sæti og náði sínu besta maraþoni.

Ólafur Austmann Þorbjörnsson í 2 sætði, Örvar Steingrímsson í 1 sæti og Daníel Reynisson í 3 sæti.
Búnaður:
Skór: Adidas Adios Boost 2
Sokkar: CW-X compression sokkar
Buxur: CW-X compression buxur
Peysa: CW-X léttur hlaupa langerma bolur
Bolur: Nike hlaupa bolur

Næring:
5 GU energy gel. 1 fyrir hlaup og svo 4 í hlaupinu.
Drakk á hverri vatnsstöð vatn og orku þar sem það var í boði.

Þakkir:
Félag maraþonhlaupara fær frábærar þakkir fyrir vel útfært hlaup og sömuleiðis allir sjálfboðaliðarnir sem hjálpuðu til. Ekkert smá gott að geta boðið uppá Vor- og haustmaraþon til að þurfa ekki að fara alltaf til útlanda til að hlaupa á þessum árstíma.
Anna og fjölskyldan fær sömuleiðis þakki fyrir að leyfa mér að stunda þetta sport eins mikið og ég get. Óendanlega þakklátur fyrir það.
 T-mark fyrir stuðninginn við næringu og búnað. Var að drekka salt og steinefna blöndu dagana fyrir hlaup til að halda næringu og vökva málum í lagi. Hef verið að nota GU energy gel sem eru bæði bragðgóð og fara mjög vel í magann. CW-X fatnaðurinn sem styðja mjög vel við alla vöðvahópa og veita góðan stuðning í svona þrekraun.

Strava: